Fylkir fær liðsstyrk frá Stjörnunni

María Eva Eyjólfsdóttir er orðin leikmaður Fylkis.
María Eva Eyjólfsdóttir er orðin leikmaður Fylkis. Ljósmynd/Fylkir

Knattspyrnudeild Fylkis hefur gengið frá samningi við Maríu Evu Eyjólfsdóttir og kemur hún til félagsins frá Stjörnunni. María lék með Fjölni áður en hún gekk í raðir Stjörnunnar árið 2016. 

María lék alla 18 leiki Stjörnunnar í efstu deild á síðustu leiktíð, en hún hefur skorað þrjú mörk í 109 keppnisleikjum í meistaraflokki. Þá lék hún með U16 og U17 ára landsliðum Íslands. 

„Við bjóðum Maríu Evu hjartanlega velkomna í Fylki,“ segir í tilkynningu frá Fylki í dag. 

mbl.is