Byggja stúku á Sauðárkróki

Tindastóll fagnar sæti í efstu deild.
Tindastóll fagnar sæti í efstu deild. Ljósmynd/Hafþór Hreiðarsson

Kvennalið Tindastóls í fótbolta tryggði sér í síðasta mánuði sigur 1. deild og í leiðinni sæti í efstu deild í fyrsta skipti. Eftir 17 umferðir er liðið með 46 stig, fjórum stigum meira en Keflavík í öðru sæti þegar aðeins einn leikur er eftir. 

Feykir greinir frá því í dag að Sveitastjórn Skagafjarðar hafi samþykkt að styrkja knattspyrnudeild Tindastóls um 1,7 milljón króna vegna framúrskarandi árangurs meistaraflokks kvenna. 

Í bókun sveitarstjórnarinnar kemur fram að jafnframt verði farið í uppbyggingu á stúku og viðeigandi aðstöðu við gervigrasvöll, KS völlinn, sem uppfylli skilyrði mannvirkjanefndar KSÍ um leiki í efstu deild.

mbl.is