Dómar í málum Fram og KR

Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur sent mál Fram og KR aftur til …
Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur sent mál Fram og KR aftur til aga- og úrskurðarnefndar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur kveðið upp dóma í málum Fram og KR gegn stjórn KSÍ og vísað málunum tveimur aftur til nefndarinnar til efnislegrar meðferðar.

Aga- og úrskurðarnefnd hafði áður vísað frá kærum félaganna á grundvelli þess að hún ákvarðarnir sem teknar eru af stjórn KSÍ gætu ekki sætt kæru til nefndarinnar. Béði félögin áfrýjuðu úrskurðinum. Sagði m.a. í niðurstöðu nefndarinnar:

Af framangreindum ákvæðum reglugerðar KSÍ um aga- og úrskurðarmál leiðir að ekki er gert ráð fyrir að ákvarðanir sem teknar eru af KSÍ eða í þessu tilfelli stjórn KSÍ sæti kæru til aga- og úrskurðarnefndar nema sérstök heimild liggi til þess í lögum eða reglugerðum KSÍ. Af hálfu kæranda hefur ekki verið vísað til slíkra heimilda og brast kæranda samkvæmt framangreindu heimild til þess að kæra KSÍ enda getur það ekki verið varnaraðili málsins, sbr. gr. 7.4 reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál. Fær þetta jafnframt stoð í dómi áfrýjunardómstóls KSÍ í máli nr. 1/2016.

KR-ingar höfðu kært þá ákvörðun stjórnar KSÍ að hætta keppni en liðið átti fimm leiki eftir á Íslandsmótinu og var í harðri baráttu um sæti í Evrópukeppni á næstu leiktíð. Fram var í 3. sæti 1. deildarinnar þegar mótið var blásið af, með jafnmörg stig og Leiknir úr Reykjavík. Leikni var úrskurðað sæti í efstu deild á kostnað Framara sem kærðu þá niðurstöðu.

Í niðurstöðu áfrýjunardómstólsins segir meðal annars að „samkvæmt reglum Knattspyrnusambands Íslands fer aga- og úrskurðarnefnd annars vegar og áfrýjunardómstóll Knattspyrnusambands Íslands hins vegar með dómsvald í öllum málum sem kom upp innan vébanda knattspyrnusambandsins og varða málefni sambandsins, aðildarfélaga gegn sambandinu og málefni leikmanna, þjálfara, liðstjóra, umboðsmanna og öðrum þeim sem eru innan vébanda aðildarfélaga Knattspyrnusambands Íslands, sbr. grein 39.2. í lögum KSÍ.“

Með vísan til þessa ber aga- og úrskurðarnefnd að taka mál Fram og KR til efnislegrar meðferðar.

mbl.is/Íris
mbl.is