Leikur áfram með Val

Mist í leik gegn HJK í nóvember.
Mist í leik gegn HJK í nóvember. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fram kemur á facebooksíðu Knattspyrnudeildar Vals að Mist Edvardsdóttir hafi gert nýjan samning við félagið. 

Mist náði að snúa aftur á völlinn síðsumars eftir krossbandsslit og gerði það með látum. Skoraði skömmu síðar fjögur mörk í stórsigri gegn Fylki í Árbænum. 

Mist skoraði einnig í Meistaradeildinni þegar Valur féll úr keppni eftir framlengdan leik og vítaspyrnukeppni gegn Glasgow City. 

Mist er þrítug en ekki kemur fram í tilkynningunni hversu langan samning félagið gerði við hana. 

mbl.is