Guðni ræddi við fjóra erlenda þjálfara

Ståle Solbakken var ráðinn landsliðsþjálfari Noregs í desember en Guðni …
Ståle Solbakken var ráðinn landsliðsþjálfari Noregs í desember en Guðni Bergsson ræddi við hann áður. AFP

Guðni Bergsson formaður Knattspyrnusambands Íslands ræddi við fjóra erlenda þjálfara og fjóra íslenska þjálfara áður en Arnar Þór Viðarsson var ráðinn þjálfari karlalandsliðs Íslands fyrir jólin.

Þetta staðfesti hann í viðtali við Hjörvar Hafliðason í hlaðvarpsþættinum Dr. Football og að fjórmenningarnir erlendu væru Lars Lagerbäck, fyrrverandi þjálfari íslenska liðsins, Norðmennirnir Åge Hareide, sem þjálfar Rosenborg, og Ståle Solbakken sem er nú tekinn við norska landsliðinu, og Englendingurinn Ian Burchnall sem hefur þjálfað bæði Östersund í Svíþjóð og Viking í Noregi.

mbl.is