Gömlu stórveldin mætast á Akranesi

ÍA tekur á móti Fram á Akranesi í 32-liða úrslitum …
ÍA tekur á móti Fram á Akranesi í 32-liða úrslitum bikarkeppninnar. mbl.is/Sigurður Elvar Þórólfsson

ÍA tekur á móti Fram í 32-liða úrslitum bikarkeppni karla í knattspyrnu, Mjólkurbikarnum, á Akranesvelli en dregið var í húsakynnum Sýnar á Suðurlandsbraut í dag.

Þá tekur Valur á móti Leikni úr Reykjavík á Hlíðarenda og Keflavík fær Breiðablik í heimsókn.

Víkingar úr Reykjavík, sem urðu bikarmeistarar árið 2019, fá Sindra frá Hornafirði í heimsókn.

Úlfarnir úr Reykjavík, eina lið 4. deildar sem eftir er í keppninni, sækir úrvalsdeildarlið Fylkis heim í Árbæinn.

32-liða úrslitin fara fram dagana 22.-24. júní.

Drátturinn í heild sinni:

ÍA - Fram

KF - Haukar

FH - Njarðvík

HK - Grótta

ÍR - ÍBV

KFS - Víkingur Ó.

Kári - KR

Valur - Leiknir R.

Völsungur - Leiknir F.

Keflavík - Breiðablik

Stjarnan - KA

Víkingur R. - Sindri

Fylkir - Úlfarnir

Augnablik - Fjölnir

Þór - Grindavík

Afturelding - Vestri

mbl.is