Guðjohnsen í fyrsta sinn í landsliðshópnum

Andri Lucas Guðjohnsen er í fyrsta sinn í íslenska landsliðshópnum.
Andri Lucas Guðjohnsen er í fyrsta sinn í íslenska landsliðshópnum. Ljósmynd/Real Madrid

Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur tilkynnt hóp sinn fyrir leikina þrjá gegn Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi í undankeppni HM 2022 sem fram fara á Laugardalsvelli í byrjun september.

Ísland mætir Rúmeníu 2. september, Norður Makedóníu 5. september og Þýskalandi 8. september. Ísland er í fimmta og næst neðsta sæti J-riðils með 3 stig eftir fyrstu þrjá leiki sína.

Andri Lucas Guðjohnsen er í hópnum í fyrsta sinn og markvörðurinn Patrik Sigurður Gunnarsson er einnig í hópnum en hann á ennþá eftir að spila sinn fyrsta A-landsleik. Þá er Þórir Jóhann Helgason, leikmaður Lecce í ítölsku B-deildinni, einnig í hópnum í annað sinn.

Aron Einar Gunnarsson er ekki í landsliðshópnum að þessu sinni en hann greindist með kórónuveiruna í vikunni. Gylfi Þór Sigurðsson er einnig fjarverandi þar sem hann er í farbanni eftir að hafa verið handtekinn í júlí, grunaður um brot gegn ólögraáða einstaklingi.

Ragnar Sigurðsson, einn af leikjahæstu leikmönnum Íslands frá upphafi, er ekki í hópnum en Kári Árnason er á sínum stað.

Landsliðshópur Íslands:

Markmenn:

Hannes Þór Halldórsson - Valur - 76 leikir
Patrik Sigurður Gunnarsson - Brentford
Rúnar Alex Rúnarsson - Arsenal - 10 leikir

Varnarmenn:

Brynjar Ingi Bjarnason - Lecce - 3 leikir, 1 mark
Jón Guðni Fjóluson - Hammarby - 17 leikir, 1 mark
Hjörtur Hermannsson - Pisa - 22 leikir, 1 mark
Kári Árnason - Víkingur R. - 89 leikir, 6 mörk
Ari Freyr Skúlason - IFK Norrköping - 79 leikir
Guðmundur Þórarinsson - New York City FC - 7 leikir
Birkir Már Sævarsson - Valur - 98 leikir, 3 mörk
Alfons Sampsted - Bodö Glimt - 5 leikir

Miðjumenn:

Andri Fannar Baldursson - FCK - 4 leikir
Þórir Jóhann Helgason - Lecce - 1 leikur
Ísak Bergmann Jóhannesson - IFK Norrköping - 4 leikir
Birkir Bjarnason - Adana Demirspor - 98 leikir, 14 mörk
Arnór Sigurðsson - Venezia - 14 leikir, 1 mark
Rúnar Már Sigurjónsson - CFR Cluj - 32 leikir, 2 mörk
Guðlaugur Victor Pálsson - Schalke - 26 leikir, 1 mark

Sóknarmenn:

Albert Guðmundsson - AZ Alkmaar - 22 leikir, 4 mörk
Mikael Egill Ellertsson - SPAL
Jón Dagur Þorsteinsson - AGF - 9 leikir, 1 mark
Jóhann Berg Guðmundsson - Burnley - 79 leikir, 8 mörk
Mikael Neville Anderson - FC Midtjylland - 9 leikir
Kolbeinn Sigþórsson - IFK Göteborg - 64 leikir, 26 mörk
Andri Lucas Guðjohnsen - Real Madrid

Fréttin hefur verið uppfærð.

Guðlaugur Victor Pálsson er í hópnum en þeir Gylfi Þór …
Guðlaugur Victor Pálsson er í hópnum en þeir Gylfi Þór Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson eru fjarverandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert