Sjálfsmark réði úrslitum í Árbænum

Atli Barkarson og Unnar Steinn Ingvarsson eigast við í Árbænum.
Atli Barkarson og Unnar Steinn Ingvarsson eigast við í Árbænum. mbl.is/Unnur Karen

Víkingur úr Reykjavík tryggði sér sæti í undanúrslitum bikarkeppni karla í knattspyrnu, Mjólkurbikarnum, í kvöld með sigri gegn Fylki á Würth-vellinum í Árbænum.

Staðan að loknum venjulegum leiktíma var markalaus en Ingvar Jónsson markvörður Víkings varði vítaspyrnu Orra Hrafns Kjartanssonar á 49. mínútu.

Í framlengingunni varð Orri Sveinn Stefánsson, varnarmaður Fylkis, fyrir því óláni að skora sjálfsmark og lokatölur því 1:0 í Árbænum, Víkingum í vil.

Víkingar verða því í pottinum ásamt Vestra, ÍA og Keflavík þegar dregið verður í undanúrslitin á eftir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert