Lykilkona framlengdi í Laugardal

Íris Dögg Gunnarsdóttir verður áfram í herbúðum Þróttara á næstu …
Íris Dögg Gunnarsdóttir verður áfram í herbúðum Þróttara á næstu leiktíð. mbl.is/Þórir Tryggvason

Íris Dögg Gunnarsdóttir hefur framlengt samning sinn við kvennalið Þróttar í knattspyrnu. Þetta tilkynnti félagið á samfélagsmiðlum sínum í gær.

Markvörðurinn var afar öflug í liði Þróttara á síðustu leiktíð þegar liðið hafnaði í þriðja sæti úrvalsdeildarinnar og tapaði fyrir Breiðabliki í úrslitaleik bikarkeppninnar á Laugardalsvelli.

Okkar frábæri markmaður skrifaði undir framlengingu á samning um 1 ár,“ segir í tilkynningu Þróttara.

„Hún átti frábært tímabil og er mikilvægur hlekkur í sterku liði Þróttar. Við hlökkum til að sjá hana á næsta tímabili,“ segir ennfremur í tilkynningunni.

Íris hefur einnig leikið með uppeldisfélagi sínu Fylki, KR, FH, Haukum, Gróttu, Aftureldingu og Breiðabliki á ferlinum en alls á hún að baki 104 leiki í efstu deild.

mbl.is