Á von á barni og spilar ekki meira

Arndís Snjólaug Ingvarsdóttir leikur ekki meira með Keflavík á leiktíðinni.
Arndís Snjólaug Ingvarsdóttir leikur ekki meira með Keflavík á leiktíðinni. mbl.is/Árni Sæberg

Knattspyrnukonan Arndís Snjólaug Ingvarsdóttir leikur ekki meira með Keflavík á leiktíðinni þar sem hún á von á barni.

Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflavíkinga, staðfesti tíðindin í viðtali við Vísi í gærkvöldi.

Arndís lék fjóra fyrstu leiki Keflavíkur á leiktíðinni og hefur alls spilað 148 deildarleiki með liðinu og skorað í þeim tíu mörk. Hún á 29 leiki að baki í efstu deild.

mbl.is