Aron Einar og Alfreð í byrjunarliði Íslands

Aron Einar Gunnarsson byrjar gegn Venesúela.
Aron Einar Gunnarsson byrjar gegn Venesúela. Ljósmynd/Heri

Aron Einar Gunnarsson og Alfreð Finnbogason eru báðir í byrjunarliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu sem mætir Venesúela í vináttulandslek í Wiener Neustadt í Austurríki klukkan 16.

Báðir eru þeir að snúa aftur í liðið eftir langa fjarveru og þá er Guðlaugur Victor Pálsson einnig í byrjunarliði íslenska liðsins.

Hákon Arnar Haraldsson fær tækifæri á miðjunni, sem og Birkir Bjarnason, en þeir Arnór Sigurðsson og Jón Dagur Þorsteinsson leiða sóknarlínuna ásamt Alfreð.

Byrjunarlið Íslands:

Rúnar Alex Rúnarsson
Davíð Kristján Ólafsson
Guðlaugur Victor Pálsson
Hörður Björgvin Magnússon
Aron EInar Gunnarsson
Stefán Teitur Þórðarson
Hákon Arnar Haraldsson
Jón Dagur Þorsteinsson
Birkir Bjarnason
Arnór Sigurðsson
Alfreð Finnbogason

mbl.is