Aníta Ýr sú besta í deildinni í september

Aníta Ýr Þorvaldsdóttir í lokaleik Stjörnunnar gegn Keflavík í Bestu …
Aníta Ýr Þorvaldsdóttir í lokaleik Stjörnunnar gegn Keflavík í Bestu deildinni um liðna helgi. mbl.is/Óttar Geirsson

Aníta Ýr Þorvaldsdóttir, 19 ára kantmaður Stjörnunnar, var besti leikmaður Bestu deildar kvenna í fótbolta í septembermánuði samkvæmt einkunnagjöf Morgunblaðsins, M-gjöfinni.

Aníta kom mjög öflug inn í lið Stjörnunnar í sjö síðustu leikjum liðsins á Íslandsmótinu. Í leikjunum fimm sem Garðabæjarliðið spilaði í september fékk hún samtals 6 M fyrir frammistöðu sína auk þess að vera valin í lið umferðarinnar í þremur síðustu umferðum deildarinnar.

Tveir aðrir leikmenn fengu 6 M í september en það voru Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir, Íslandsmeistari með Val, og Agla María Albertsdóttir úr Breiðabliki. Þá fengu fimm leikmenn 5 M eins og sjá má á úrvalsliði septembermánaðar á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »