Ekkert heyrst frá KSÍ eftir 18 ára landsliðsferil

Emil Hallfreðsson á að baki 73 A-landsleiki og fór með …
Emil Hallfreðsson á að baki 73 A-landsleiki og fór með Íslandi á tvö stórmót. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ása María Reginsdóttir, eiginkona knattspyrnumannsins Emil Hallfreðssonar, hefur nú stigið fram og gagnrýnt Knattspyrnusamband Íslands fyrir framkomu sambandsins í garð Emils.

KSÍ hefur legið undir harðri gagnrýni undanfarna daga í kjölfar þess að Dagný Brynjarsdóttir tjáði sig um að hún og Glódís Perla Viggósdóttir hefðu ekki fengið treyju að gjöf frá sambandinu eftir að hafa leikið sinn 100. landsleik í apríl á þessu ári.

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði karlalandsliðsins, var heiðraður fyrir sín störf á sunnudaginn var þegar hann fékk treyju merkta sér, með tölustafnum 100, eftir að hafa leikið sinn 100. landsleik gegn Sádi-Arabíu.

„Ég veit bara ekki til þess að nokkrum manni hafi nokkurn tímann verið þakkað fyrir störf sín fyrir KSÍ, Knattspyrnusamband Íslands,“ segir Ása í pistli sem hún birti á Instagram.

„Emil á 18 ára landsliðsferil að baki og hefur ekki heyrt orð frá einum né neinum. Hann var í landsliðinu frá U16 og þegar hann var 36 ára hætti hann að fá kallið.

U.þ.b. 20 ára þjónusta fyrir KSÍ og svo hefur hreinlega ekki heyrst múkk frá sambandinu,“ segir Ása meðal annars en alls á Emil að baki 73 A-landsleiki fyrir Ísland.

Ása María birti færsluna á samfélagsmiðlinum Instagram.
Ása María birti færsluna á samfélagsmiðlinum Instagram. Ljósmynd/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert