Bið banhungraðra Blika lokið

Anton Logi Lúðvíksson skoraði þriðja mark Breiðabliks í kvöld.
Anton Logi Lúðvíksson skoraði þriðja mark Breiðabliks í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Blikar, sem unnu síðast íslenskt lið í lok maí á þessu ári en gert því betur í Evrópukeppni, ætluðu sér ekkert annað sigur þegar þeir fengu Fylki í heimsókn í Kópavog í kvöld þegar leikið var í 14. umferð efstu deildar karla í fótbolta og tókst að landa 5:1 sigri.

Nýliðarnir úr Árbænum voru þó sýnd veiði en ekki gefin, spiluðu gríðarlega agaðan varnarleik með fjölmenna miðju sér til aðstoðar svo leiðin var ekki greið fyrir banhungraða Blika sem þurftu á öllum stigunum að halda til að geta blandað sér í baráttuna á toppi deildarinnar.    Fylkismenn höfðu ekki síður ástæðu til að ná stigi eða stigum, eru í basli í 11. sæti deildarinnar.

Blikar ætluðu sér að vera yfirvegaðir en þó sækja stíft, brjóta ísinn þannig.  Það gekk þó illa að skapa sér færi, því fleiri hornspyrnur, á meðan Árbæingar voru yfirvegaðir og alveg á tánum í sínum varnarleik.

Fyrsta færið var í raun vítaspyrna þegar brotið var á Klæmint Olsen í vítateig Fylkis en Ólafur Kristófer Helgason gerði sér lítið fyrir og varði skot Höskuldar Gunnlaugssonar fyrirliða Blika alveg út við hægri stöngina.

Næsta færi hinu megin þegar Fylkismenn náðu snöggri sókn og Óskar Borgþórsson síðan ágætu skoti rétt kominn inn í teiginn en Anton Ari Einarsson markmaður Blika smellti sér niður og varði. 

Eitthvað varð þó undan að láta og á 28. mínútu kom mark þegar Jason Daði Svanþórsson fékk boltann hægra megin í teignum, sneri nokkrum sinnum laglega á varnarmenn Fylkis en skaut svo fast við markteiginn hægra megin vinstra megin í markið.  Vel afgreitt.

Ágúst Eðvald Hlynsson fékk síðan upplagt færi fyrir Breiðablik á 34. mínútu þegar hann komst einn í gegn en Ólafur Kristófer sá við honum og smellti sér niður, varði af stuttu færi með fótunum.

Á 43. mínútu fengu síðan Blikar færi á að bæta við en flottur skallabolti eftir góða sendingu Höskuldar fyrirliða frá hægri fór rétt yfir slánna.

Pressa Kópavogsbúa var ekki minni í byrjun síðari hálfleiks í þetta skiptið tókst þeim að skora á 52. mínútu þegar varnarjaxlinn Damir Muminovic skallaði í vinstra hornið eftir horn frá hægri en boltinn virtist koma við varnarmann Fylkis.   Engu að síður, staðan orðin 2:0.

Miðað við breytingu á leiknum þá voru annað hvort voru leikmenn Breiðabliks sáttir og saddir með þessi tvö mörk, vildu fyrir vikið bakka aðeins og halda sjó eða að gestirnir úr Árbænum ætluðu að fara bíta frá. 

Hvort sem var fóru Fylkismenn að sækja af krafti, ýttu vörn Breiðabliks aftar og á 66. mínútu minnkaði Orri Sveinn Stefánsson muninn í 2:1 af stuttu færi eftir hornspyrnu.  Verðskuldað enda tóku Blikar þá við sér.

Tóku svo vel við sér að á 71. mínútu, fimm mínútur eftir mark Fylkis, skoraði Anton Logi Lúðvíksson laglegt mark af vítateigslinu með hnitmiðuðu skoti.

Þrátt fyrir að leikurinn hefðist nokkuð jafnast var tími fyrir eitt mark þegar Arnór Sveinn Aðalsteinsson varnarjaxl sem kom inná sem varamaður, stýrði boltanum í hægra hornið þegar Blikum bara tókst ekki að koma skoti á markið, staðan 4:1.

Á lokamínútu leiksins, þegar allir voru biðu eftir lokaflautinu stal Gísli Eyjólfsson augnablikinu með skoti rétt utan við vítateigslínu en endaði í markinu og þar með lauk leiknum 5:1.

Næstu leikir liðanna eru miðjan júlí þegar Fylkir sækir Val heim að Hlíðarenda og Blikar sækja Fram heim í Úlfarsárdalinn en í millitíðinni smella Blikar sér til Írlands í einn Evrópuleik.

Breiðablik 5:1 Fylkir opna loka
90. mín. Þrjár mínútur í uppbótartíma.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert