Konur: Félagaskiptin í íslenska fótboltanum – viðbót

Berglind Rós Ágústsdóttir, sem hér skorar gegn Finnum 14. júlí, …
Berglind Rós Ágústsdóttir, sem hér skorar gegn Finnum 14. júlí, er komin til liðs við Val eftir að hafa leikið með Huelva á Spáni í vetur. mbl.is/Árni Sæberg

Opnað var fyrir félagaskiptin í íslenska fótboltanum þriðjudaginn 18. júlí en félagaskiptaglugginn var lokaður frá 26. apríl.

Sumarglugginn fyrir félagaskiptin hefur aldrei verið opnaður eins seint og í ár en hann var líka opinn lengur, eða til 15. ágúst, á miðnætti í gærkvöld, þriðjudagskvöld, en þá var honum lokað.

Enn eiga þó einhver félagaskipti eftir að fara í gegn, þau sem var skilað inn í tæka tíð en eiga eftir að fá formlega staðfestingu.

Mbl.is fylgdist að vanda með öllum breytingum á liðunum í tveimur efstu deildum Íslandsmótsins og þessi frétt er uppfærð jafnt og þétt, allt þar til öll félagaskipti hafa verið afgreidd.

Hér má sjá öll staðfest félagaskipti í Bestu deild kvenna og 1. deild kvenna (Lengjudeildinni). Fyrst nýjustu skiptin og síðan alla leikmenn sem hafa komið og farið frá hverju liði fyrir sig. Dagsetningin segir til um hvenær viðkomandi fær leikheimild.

Helstu félagaskiptin síðustu daga:
16.8. Sara Roca, Elche - Afturelding
16.8. Elín Metta Jensen, Valur - Þróttur R.
16.8. Eva Stefánsdóttir, HK - Valur (úr láni)
16.8. Laura Frank, Fortuna Hjörring - Valur
15.8. Telusia Vunipola, Bandaríkin - ÍBV
15.8. Sigríður Lára Garðarsdóttir, FH - ÍBV
12.8. Snædís María Jörundsdóttir, Stjarnan - FH (lán)
11.8. Valgerður Ósk Valsdóttir, FH - Breiðablik (lán)
10.8. Ameera Hussen, ÍBV - Keflavík
10.8. Herdís Halla Guðbjartsdóttir, Augnablik - FH (lán frá Breiðabliki)
10.8. Helena Hekla Hlynsdóttir, Selfoss - ÍBV
  9.8. Sigríður Th. Guðmundsdóttir, Selfoss - Valur (úr láni)
  9.8. Sólveig Jóhannesdóttir Larsen, Örebro - Breiðablik
  5.8. Rachel Avant, Nantes - FH
  4.8. Lillý Rut Hlynsdóttir, Valur - FH (lán)
  3.8. Haley Johnson, Third Coast - Selfoss
  3.8. Anna Garðarsdóttir, dansk félag - KR
  3.8. Harpa Karen Antonsdóttir, ÍH - Afturelding
  2.8. Rakel Leósdóttir, Haukar - Afturelding
  2.8. Andrea Elín Ólafsdóttir, HK - Haukar (lán)
  2.8. Telma Steindórsdóttir, HK - Fram (lán)
  2.8. Katla Guðmundsdóttir, Augnablik - KR (lán)
  2.8. Anni Rusanen, Bandaríkin - KR
  2.8. Ingibjörg Valgeirsdóttir, Þróttur R. - Fylkir
  2.8. Kristín Anna Smári, KH - KR
  1.8. Ólína Ágústa Valdimarsdóttir, Stjarnan - Fram (lán)
  1.8. Adna Mesetovic, Fjölnir - KR
  1.8. Lilja Davíðsdóttir Scheving, Grótta - Fram (lán)
29.7. Margrét Lea Gísladóttir, Grótta - Keflavík (lán frá Breiðabliki)

Félagaskiptin hjá hverju félagi fyrir sig eru sem hér segir. Dagsetningin segir til um hvenær viðkomandi er löglegur með nýja félaginu. Einnig koma fram þeir leikmenn sem hafa farið til liða utan tveggja efstu deildanna frá 1. júlí en þar hefur glugginn verið opinn allt tímabilið:

BESTA DEILD KVENNA

Kínverski framherjinn Linli Tu sem skoraði fjögur af sjö mörkum …
Kínverski framherjinn Linli Tu sem skoraði fjögur af sjö mörkum Keflavíkur í fyrstu 12 umferðunum, gekk til liðs við Breiðablik. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

BREIÐABLIK
Þjálfari: Ásmundur Arnarsson.
Staðan 18. júlí: 1. sæti.

Komnar:
16.8. Lív Joostdóttir van Bemmel frá Augnabliki (úr láni)
16.8. Olga Ingibjörg Einarsdóttir frá Augnabliki (úr láni)
16.8. Sara Svanhildur Jóhannsdóttir frá Augnabliki (úr láni)
16.8. Viktoría París Sabido frá Augnabliki (úr láni)
11.8. Valgerður Ósk Valsdóttir frá FH
11.8. Ana Victoria Cate frá KR
  9.8. Sólveig Jóhannesdóttir Larsen frá Örebro (Svíþjóð)
28.7. Linli Tu frá Keflavík
28.7. Halla Margrét Hinriksdóttir frá Aftureldingu

Farnar:
29.7. Margrét Lea Gísladóttir í Keflavík (lán - var í láni hjá Gróttu)

Landsliðskonan Amanda Andradóttir er komin til Vals frá Kristianstad.
Landsliðskonan Amanda Andradóttir er komin til Vals frá Kristianstad. mbl.is/Eggert Jóhannesson

VALUR
Þjálfari: Pétur Pétursson.
Staðan 18. júlí: 2. sæti.

Komnar:
16.8. Laura Frank frá Fortuna Hjörring (Danmörku)
16.8. Eva Stefánsdóttir frá HK (úr láni)
16.8. Glódís María Gunnarsdóttir frá KH (úr láni)
  9.8. Sigríður Th. Guðmundsdóttir frá Selfossi (úr láni)
20.7. Anna Björk Kristjánsdóttir frá Inter Mílanó (Ítalíu)
19.7. Berglind Rós Ágústsdóttir frá Huelva (Spáni)
19.7. Lise Dissing frá Thy Thisted (Danmörku)
19.7. Amanda Andradóttir frá Kristianstad (Svíþjóð)
19.7. Sandra Sigurðardóttir frá Grindavík (úr láni)

Farnar:
16.8. Elín Metta Jensen í Þrótt R. (lék síðast 2022)
  5.8. Lillý Rut Hlynsdóttir í FH (lán)
19.7. Kolbrá Una Kristinsdóttir í Gróttu (lán)

ÞRÓTTUR R.
Þjálfari: Nik Anthony Chamberlain.
Staðan 18. júlí: 3. sæti.

Komnar:
16.8. Elín Metta Jensen frá Val (lék síðast 2022)

Farnar:
2.8. Ingibjörg Valgeirsdóttir í Fylki

FH
Þjálfari: Guðni Eiríksson.
Staðan 18. júlí: 4. sæti.

Komnar:
12.8. Snædís María Jörundsdóttir frá Stjörnunni (lán)
12.8. Aldís Tinna Traustadóttir frá Fjölni
10.8. Herdís Halla Guðbjartsdóttir frá Augnabliki (lán frá Breiðabliki)
10.8. Thelma Karen Pálmadóttir frá ÍH (lán)
  5.8. Rachel Avant frá Nantes (Frakklandi)
  4.8. Lillý Rut Hlynsdóttir  frá Val (lán)
28.7. Berglind Þrastardóttir frá ÍH (úr láni)
27.7. Alma Mathiesen frá Stjörnunni

Farnar:
15.8. Sigríður Lára Garðarsdóttir í ÍBV (lék síðast 2023)
11.8. Valgerður Ósk Valsdóttir í Breiðablik (lán)
  1.8. Rannveig Bjarnadóttir í ÍH (lán)
20.7. Halla Helgadóttir í ÍH (lán)
14.7. Berglind Þrastardóttir í ÍH (lán)
14.7. Elín Björg Norðfjörð í ÍH (lán)
  5.7. Hildur María Jónasdóttir í ÍH (lán)

ÞÓR/KA
Þjálfari: Jóhann Kristinn Gunnarsson.
Staðan 18. júlí: 5. sæti.

Komnar:
15.8. Emelía Ósk Kruger frá Völsungi (úr láni)
15.8. Krista Dís Kristinsdóttir frá Völsungi (úr láni)
28.7. Margrét Árnadóttir frá Parma (Ítalíu)
28.7. Arna Rut Orradóttir frá Völsungi
28.7. Júlía Margrét Sveinsdóttir frá Völsungi

Farnar:
18.7. Karlotta Björk Andradóttir í Álftanes
15.7. Emelía Ósk Kruger í Völsung (lán)
15.7. Krista Dís Kristinsdóttir í Völsung (lán)

Hulda Hrund Arnarsdóttir, fyrrverandi leikmaður Fylkis, er komin til Stjörnunnar …
Hulda Hrund Arnarsdóttir, fyrrverandi leikmaður Fylkis, er komin til Stjörnunnar frá Thy Thisted í Danmörku. mbl.is/Kristinn Magnússon

STJARNAN
Þjálfari: Kristján Guðmundsson.
Staðan 18. júlí: 6. sæti.

Komnar:
15.8. Hrefna Jónsdóttir frá Álftanesi (úr láni)
19.7. Hulda Hrund Arnarsdóttir frá Thy Thisted (Danmörku)

Farnar:
12.8. Snædís María Jörundsdóttir í FH (lán)
  1.8. Ólína Ágústa Valdimarsdóttir í Fram (lán)
27.7. Alma Mathiesen í FH
27.7. Klara Mist Karlsdóttir í Fylki (lán)
20.7. Eyrún Vala Harðardóttir í HK (lán)

ÍBV
Þjálfari: Todor Hristov.
Staðan 18. júlí: 7. sæti.

Komnar:
15.8. Sigríður Lára Garðarsdóttir frá FH (lék síðast 2022)
15.8. Telusia Vunipola frá Bandaríkjunum
10.8. Helena Hekla Hlynsdóttir frá Selfossi
25.7. Chloe Hennigan frá Treaty United (Írlandi)

Farnar:
10.8. Ameera Hussen í Keflavík (lék síðast 2022)

KEFLAVÍK
Þjálfari: Jonathan Glenn.
Staðan 18. júlí: 8. sæti.

Komnar:
10.8. Ameera Hussen frá ÍBV
29.7. Margrét Lea Gísladóttir frá Breiðabliki (lán)
24.7. Júlía Björk Jóhannesdóttir frá Grindavík
21.7. Melanie Claire Rendeiro frá Damaiense (Portúgal)

Farnar:
28.7. Linli Tu til Breiðabliks

TINDASTÓLL
Þjálfari: Halldór Jón Sigurðsson.
Staðan 18. júlí: 9. sæti.

Komnar:
22.7. Beatriz Parra frá Atlético San Luis (Mexíkó)
22.7. Marta Perarnau, Atlético San Luis (Mexíkó)

Farnar:

SELFOSS
Þjálfari: Björn Sigurbjörnsson.
Staðan 18. júlí: 10. sæti.

Komnar:
  3.8. Haley Johnson frá Third Coast (Bandaríkjunum)
19.7. Abbey Burdette frá Tennesse-háskóla (Bandaríkjunum)

Farnar:
10.8. Helena Hekla Hlynsdóttir í ÍBV
  9.8. Sigríður Th. Guðmundsdóttir í Val (úr láni)
24.7. Susanna Friedrichs til Bandaríkjanna (lék ekkert 2023)
19.7. Lilja Björk Unnarsdóttir í Aftureldingu (lán)
  3.7. Jimena López í Valencia (Spáni)

1. DEILD KVENNA, LENGJUDEILDIN

VÍKINGUR R.
Þjálfari: John Henry Andrews.
Staðan 18. júlí: 1. sæti.

Komnar:
20.7. Björk Björnsdóttir frá KR

Farnar:
22.7. Jóhanna Lind Stefánsdóttir í FHL (lán)

FYLKIR
Þjálfari: Gunnar Magnús Jónsson.
Staðan 18. júlí: 2. sæti.

Komnar:
  2.8. Ingibjörg Valgeirsdóttir frá Þrótti R.
27.7. Klara Mist Karlsdóttir frá Stjörnunni (lán)
26.7. Þóra Kristín Hreggviðsdóttir frá Bandaríkjunum

Farnar:

HK
Þjálfari: Guðni Þór Einarsson.
Staðan 18. júlí: 3. sæti.

Komnar:
21.7. Laufey Björnsdóttir frá KR
20.7. Chaylyn Hubbard frá Portland  Thorns (Bandaríkjunum)
20.7. Eyrún Vala Harðardóttir frá Stjörnunni (lán)

Farnar:
16.8. Eva Stefánsdóttir í Val (úr láni)
  2.8. Andrea Elín Ólafsdóttir í Hauka (lán)
  2.8. Telma Steindórsdóttir í Fram (lán)
  1.8. Freyja Aradóttir í Fjölni (lán)

GRINDAVÍK
Þjálfari: Anton Ingi Rúnarsson.
Staðan 18. júlí: 4. sæti.

Komnar:

Farnar:
24.7. Júlía Björk Jóhannesdóttir í Keflavík
19.7. Sandra Sigurðardóttir í Val (úr láni)

GRÓTTA
Þjálfari: Pétur Rögnvaldsson.
Staðan 18. júlí: 5. sæti.

Komnar:
19.7. Kolbrá Una Kristinsdóttir frá Val (lán)

Farnar:
  1.8. Patricia Dúa Thompson í Fjölni (lán)
  1.8. Lilja Davíðsdóttir Scheving í Fram (lán)
29.7. Margrét Lea Gísladóttir í Breiðablik (úr láni)

AFTURELDING
Þjálfarar: Alexander Aron Davorsson og Bjarki Már Sverrisson.
Staðan 18. júlí: 6. sæti.

Komnar:
16.8. Sara Roca frá Elche (Spáni)
  3.8. Harpa Karen Antonsdóttir frá ÍH
  3.8. Diljá Mjöll Aronsdóttir frá Gróttu (lék síðast 2022)
  2.8. Rakel Leósdóttir frá Haukum (lék síðast 2022)
19.7. Lilja Björk Unnarsdóttir frá Selfossi (lán)
19.7. Meghan Root frá South Florida-háskóla (Bandaríkjunum)

Farnar:
28.7. Katrín S. Vilhjálmsdóttir í Fjölni (lán)
28.7. Halla Margrét Hinriksdóttir í Breiðablik (lék síðast 2022)

FJARÐABYGGÐ/HÖTTUR/LEIKNIR
Þjálfari: Björgvin Karl Gunnarsson.
Staðan 18. júlí: 7. sæti.

Komnar:
24.7. Elísabet Eir Hjálmarsdóttir frá HK (lék síðast 2021)
22.7. Jóhanna Lind Stefánsdóttir frá Víkingi R. (lán)

Farnar:

FRAM
Þjálfarar: Aníta Lísa Svansdóttir og Óskar Smári Haraldsson.
Staðan 18. júlí: 8. sæti.

Komnar:
  2.8. Telma Steindórsdóttir frá HK (lán)
  1.8. Ólína Ágústa Valdimarsdóttir frá Stjörnunni (lán)
  1.8. Lilja Davíðsdóttir Scheving frá Gróttu (lán)

Farnar:

KR
Þjálfarar: Vignir Snær Stefánsson og Jamie Paul Brassington.
Staðan 18. júlí: 9. sæti.

Komnar:
  2.8. Anna Garðarsdóttir frá dönsku félagi
  2.8. Katla Guðmundsdóttir frá Augnabliki (lán frá Breiðabliki)
  2.8. Anni Rusanen frá Bandaríkjunum
  2.8. Kristín Anna Smári frá KH
  1.8. Valgerður Gríma Sigurjónsdóttir frá Val (lán - lék með KH)
  1.8. Adna Mesetovic frá Fjölni
  1.8. Lilja Dögg Valþórsdóttir frá ÍH
22.7. Sæunn Helgadóttir frá ÍH

Farnar:
11.8 Ana Victora Cate í Breiðablik (lék síðast 2020)
  2.8. Laufey Steinunn Kristinsdóttir í KH (lán)
21.7. Laufey Björnsdóttir í HK (lék síðast 2022)
20.7. Björk Björnsdóttir í Víking R. (lék síðast 2022)

AUGNABLIK
Þjálfarar: Kristrún Lilja Daðadóttir og Vilhjálmur Kári Haraldsson.
Staðan 18. júlí: 10. sæti.

Komnar:

Farnar:
16.8. Lív Joostdóttir van Bemmel í Breiðablik (úr láni)
16.8. Olga Ingibjörg Einarsdóttir í Breiðablik (úr láni)
16.8. Sara Svanhildur Jóhannsdóttir í Breiðablik (úr láni)
16.8. Viktoría París Sabido í Breiðablik (úr láni)
10.8. Herdís Halla Guðbjartsdóttir í FH (lán frá Breiðabliki)
  2.8. Katla Guðmundsdóttir í KR (lán frá Breiðabliki)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert