Skýrslan komin hjá Breiðabliki

Breiðablik er ekki mætt til leiks.
Breiðablik er ekki mætt til leiks. mbl.is/Óttar Geirsson

Leikmannaskýrsla Breiðabliks fyrir leik liðsins gegn Víkingi úr Reykjavík í Bestu deild karla í knattspyrnu kom afar seint en talið er að Blikar séu að mótmæla ákvörðun KSÍ um að fresta ekki leiknum. 

Byrjunarlið Breiðabliks var ekki mætt á vef KSÍ klukkutíma fyrir leik eins og vaninn er en hálftíma síðar var Blikaliðið komið á skýrslu. Töldu margir að Blikar myndu ekki mæta í Víkina og gefa leikinn frá sér en svo er víst ekki.

Breiðablik fór þess á leit við KSÍ í síðustu viku að fresta leikn­um til þess að minnka álag Kópa­vogsliðsins sem lék erfiðan leik við Str­uga í Norður-Makedón­íu í undan­keppni Sam­bands­deild­ar UEFA á fimmtu­dag og fær liðið í heim­sókn á Laug­ar­dalsvöll næst­kom­andi fimmtu­dag.

Beiðni Breiðabliks var hafnað og lagði knatt­spyrnu­deild fé­lags­ins fram aðra beiðni í gær en sam­kvæmt Fót­bolta.net var henni sömu­leiðis hafnað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert