Margrét Lára: Ég borgaði þetta allt úr eigin vasa

„Já, þetta var rándýrt og ég borgaði þetta allt úr eigin vasa,“ sagði knattspyrnukonan fyrrverandi Margrét Lára Viðarsdóttir í Dagmálum.

Margrét Lára, sem er 37 ára gömul, lagði knattspyrnuskóna á hilluna árið 2019 eftir afar farsælan feril en hún er af mörgum talin besta knattspyrnukona sem Ísland hefur átt.

Þakklát fyrir fólkið sitt

Margrét Lára glímdi lengi vel við erfið meiðsli aftan í læri og gekk illa að fá bót meina sinna en hún gekkst undir aðgerð árið 2012 og tókst með henni að lengja ferilinn sinn um nokkur ár. 

„Ég var að fara frá Potsdam á þessum tímapunkti og semja við Kristianstad og Kristianstad hafði enga burði til þess að borga svona aðgerð,“ sagði Margrét Lára.

„Ég er ógeðslega þakklát fyrir fólkið mitt og fjölskylduna mína sem var allt tilbúið að grípa inn í á erfiðum stundum og þau gerðu það þarna,“ sagði Margrét Lára meðal annars.

Viðtalið við Margréti Láru í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Margrét Lára Viðarsdóttir lagði skóna á hilluna árið 2019.
Margrét Lára Viðarsdóttir lagði skóna á hilluna árið 2019. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert