Tæplega helmingurinn æfði í Búdapest í kvöld

Jóhann Berg Guðmundsson á æfingu landsliðsins í Búdapest í kvöld.
Jóhann Berg Guðmundsson á æfingu landsliðsins í Búdapest í kvöld. mbl.is/Víðir Sigurðsson

Æfing íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í Búdapest í kvöld var frekar fámenn því aðeins ellefu leikmenn af 24 sem skipa hópinn tóku þátt í henni.

Þetta voru þeir Jóhann Berg Guðmundsson, Alfreð Finnbogason, Ísak Bergmann Jóhannesson, Hjörtur Hermannsson, Willum Þór Willumsson, Alfons Sampsted, Mikael Egill Ellertsson og Guðmundur Þórarinsson, og svo markverðirnir þrír, þeir Elías Rafn Ólafsson, Hákon Rafn Valdimarsson og Patrik Sigurður Gunnarsson.

Hinir þrettán voru í þreksalnum á landsliðshótelinu í „endurheimt“ en margir þeirra spiluðu erfiða leiki með sínum félagsliðum í gær ásamt því að ferðast síðan til Búdapest í gær og dag.

Önnur æfing liðsins er fyrir hádegið á morgun og þá verða örugglega allir 24 leikmennirnir komnir á fulla ferð með leikinn gegn Ísrael í sigtinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert