Hart barist um stöður

Leikmenn Íslands æfa í Búdapest.
Leikmenn Íslands æfa í Búdapest. mbl.is/Víðir Sigurðsson

Fjórtán af þeim 24 leikmönnum sem skipa landsliðshóp Íslands fyrir umspilsleikinn gegn Ísrael í Búdapest á fimmtudaginn hafa spilað 20 deildarleiki eða fleiri fyrir sín félagslið á yfirstandandi keppnistímabili.

Fimm til viðbótar hafa spilað það mikið undanfarnar vikur að þeir eiga að vera í góðri leikæfingu, þannig að Åge Hareide landsliðsþjálfari hefur úr talsvert breiðum hópi að velja þegar kemur að byrjunarliðinu í leiknum mikilvæga á Szouza Ferenc-leikvanginum á fimmtudagskvöldið. Sigurliðið í leiknum mætir Úkraínu eða Bosníu í hreinum úrslitaleik um sæti á EM í sumar næsta þriðjudagskvöld.

Íslenska liðið kom saman á sína fyrstu æfingu á æfingasvæði Újpest í norðurhluta Búdapest í gær, skammt frá keppnisvellinum, og þeir sem þar voru virtust í ágætu standi eftir leiki helgarinnar þar sem flestir þeirra voru á ferðinni með sínum félagsliðum.

Ljóst er að hörð barátta er um margar stöður í byrjunarliðinu á fimmtudag, sérstaklega á miðju og í framlínunni.

Leikbann truflaði Arnór

Þrír í hópnum hafa þó lítið sem ekkert spilað undanfarna mánuði.

Miðjumaðurinn Arnór Ingvi Traustason er utan tímabils í Svíþjóð en deildin þar hefst um næstu mánaðamót. Hann hefur spilað bikarleik með Norrköping en fékk rauða spjaldið og tveggja leikja bann. Arnór hefur verið landsliðinu mikilvægur síðasta árið og verið í stóru hlutverki á miðjunni undir stjórn Hareide.

Greinina má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert