Stjórnarmaður FH skaut fast á Gylfa Þór

Gylfi Þór Sigurðsson er uppalinn hjá FH í Hafnarfirði.
Gylfi Þór Sigurðsson er uppalinn hjá FH í Hafnarfirði. mbl.is/Árni Sæberg

Jón Erling Ragnarsson, stjórnarmaður hjá knattspyrnudeild FH og fyrrverandi leikmaður félagsins, skaut föstum skotum að Gylfa Þór Sigurðssyni í færslu sem hann birti á Facebook-síðu sinni í vikunni.

Gylfi Þór, sem er 34 ára gamall, skrifaði undir tveggja ára samning við Val í síðustu viku en hann er uppalinn hjá FH og hafði áður greint frá því að ef hann myndi spila á Íslandi yrði það með Fimleikafélaginu.

Er þeirra helsta hlutverk

„Ég var ekki al­veg á þeim bux­un­um að fara að hringja beint í þá og biðja um samn­ing en svona er þetta stund­um,“ sagði Gylfi meðal annars í samtali við Morgunblaðið þegar hann var spurður af hverju hann hefði ekki skrifað undir samning í Hafnarfirðinum en Jón Erling deildi frétt mbl.is um málið í færslunni sem hann birti.

„Ef hugur Gylfa hefði leitað heim til uppeldisfélagsins, þá hefði hann fyrst sennilega þegið boðið að æfa með félaginu, nú eða þá að umboðsmenn hans hefðu látið félagið vita að hann hefði hug á að koma heim og leika knattspyrnu - líkt og kaupin gerast á eyrinni og er þeirra helsta hlutverk!“ skrifaði Jón Erling á Facebook.

„Það er lang-heiðarlegast að segja hlutina eins og þeir eru! Það er ljóst að Gylfi í formi er of góður fyrir Bestu deildina og því þyngdar sinnar virði í gulli! Gylfi og umboðsmenn vissu að FH væri ekki tilbúið að greiða leikmanninum laun sem nema hið minnsta ársframlagi ÍTF til knattspyrnudeildar FH fyrir meistaraflokk karla og kvenna - skv. þeim fjárhæðum sem hafa verið nefndar i fjölmiðlum!“ sagði Jón Elvar meðal annars en færslu hans má sjá hér fyrir neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert