Spá mbl.is: Níunda sætið

Skagamenn unnu 1. deildina í fyrra með sannfærandi síðari umferð …
Skagamenn unnu 1. deildina í fyrra með sannfærandi síðari umferð eftir að hafa byrjað tímabilið illa. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

ÍA frá Akranesi hafnar í níunda sæti Bestu deildar karla í knattspyrnu á komandi keppnistímabili samkvæmt spá Morgunblaðsins og mbl.is.

Skagamenn fengu 118 stig í spánni, 55 stigum meira en Fylkir sem er í tíunda sætinu og því er gert ráð fyrir því að nýliðarnir haldi sæti sínu í deildinni af talsverðu öryggi.

ÍA vann 1. deildina í fyrra og endurheimti sæti sitt meðal þeirra bestu eftir árs fjarveru, í þriðja sinn á tíu árum sem félagið leikur þann leik að fara beint upp á ný eftir fall. Nú er liðið 21 ár frá síðasta stóra titli Skagamanna sem urðu bikarmeistarar í níunda skipti árið 2003 en félagið varð Íslandsmeistari í 18. skipti árið 2001.

Skagamenn hafa styrkt hópinn og fengið til sín Erik Sandberg, 24 ára norskan miðvörð, slóvenska miðjumanninn Marko Vardic frá Grindavík, framherjann efnilega Hinrik Harðarson frá Þrótti í Reykjavík og svo heimamanninn Oliver Stefánsson frá Breiðabliki. Tveir fastamenn frá því í fyrra eru farnir, Gísli Laxdal Unnarsson í Val og Indriði Áki Þorláksson lagði skóna á hilluna.

Jón Þór Hauksson er að hefja sitt þriðja tímabil sem þjálfari ÍA.

Komnir:
Erik Tobias Sandberg frá Jerv (Noregi)
Hinrik Harðarson frá Þrótti R.
Marko Vardic frá Grindavík
Ísak Máni Guðjónsson frá Víkingi Ó.
Oliver Stefánsson frá Breiðabliki
Jóhannes Breki Harðarson frá Ægi (úr láni)

Farnir:
Marteinn Theodórsson í ÍR
Gabríel Þór Þórðarson í Víking Ó. (lán)
Gísli Laxdal Unnarsson í Val
Pontus Lindgren í KR (úr láni)
Indriði Áki Þorláksson hættu

Fyrstu leikir Skagamanna:
  7.4. Valur - ÍA
14.4. HK - ÍA
21.4. ÍA - Fylkir
28.4. ÍA - FH
  5.5. Stjarnan - ÍA

Lokastaðan:
1 ??
2 ??
3 ??
4 ??
5 ??
6 ??
7 ??
8 ??
9 ÍA 118
10 Fylkir 63
11 Vestri 60
12 HK 56

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka