Áttum fund og hún ákvað að fara

Nadía Atladóttir með bikarinn sem Víkingur hlaut fyrir að verða …
Nadía Atladóttir með bikarinn sem Víkingur hlaut fyrir að verða bikarmeistari á síðasta ári. mbl.is/Eggert Jóhannesson

John Andrews, þjálfari bikarmeistara Víkings úr Reykjavík í knattspyrnu kvenna, vill ekki gera mikið mál úr brottför Nadíu Atladóttur, fyrrverandi fyrirliða liðsins.

Samningi Nadíu var afar óvænt rift í síðustu viku og var hún svo kynnt sem nýr leikmaður Íslandsmeistara Vals fyrir leik karlaliðsins gegn ÍA í Bestu deildinni á sunnudag.

John Andrews, þjálfari Víkings.
John Andrews, þjálfari Víkings. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við áttum fund og hún ákvað að hún vildi fara. Af virðingu við hana og hennar framlag til félagsins ákváðum við að setja ekki verðmiða á hana.

Það er engin frétt í þessu. Við óskuðum henni alls hins besta og vonum að hún eigi frábært tímabil, nema gegn okkur,“ sagði John í samtali við Vísi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert