Óvæntir Evrópumeistarar

Þær hollensku fagna.
Þær hollensku fagna. AFP

Hollenska kvennalandsliðið í knattspyrnu varð Evrópumeistari á heimavelli í fyrsta skipti, er liðið sigraði Danmörku 4:2 í úrslitaleik EM. Liðin mættust á sunnudag á De Grolsch Veste-vellinum í Enschede í afar fjörugum leik.

Danmörk komst yfir á sjöttu mínútu eftir mark Nadia Nadim af vítapunktinum, en Vivianne Miedema jafnaði metin aðeins fjórum mínútum síðar. Lieke Martens kom heimakonum yfir á 27. mínútu en Pernille Harder jafnaði fyrir Danmörku stuttu síðar, staðan 2:2 í hálfleik í æsispennandi leik. Hollenska liðið gaf allt í síðari hálfleik, sem skilaði marki frá Sherida Spitse og Miedema skoraði sitt annað mark og gulltryggði heimakonum sigurinn í lok leiks.

„Við spiluðum sex frábæra leiki og við sýndum að við getum náð mjög langt, þrátt fyrir að lenda undir. Við áttum svo sannarlega skilið að verða Evrópumeistarar,“ sagði Vivianne Miedema eftir leikinn. „Við erum stoltar af því að hafa náð svona langt. Þetta er mikið mál fyrir kvennafótbolta í Danmörku og við megum vera stoltar af því,“ sagði Pernille Harder, fyrirliði danska liðsins að leik loknum.

Fjórðu Evrópumeistararnir

Liðið fagnaði gríðarlega þegar flautað var til leiksloka, en með sigrinum varð Holland fjórða þjóðin sem verður Evrópumeistari. Þjóðverjar hafa mikla yfirburði í kvennaknattspyrnu en liðið hafði unnið sex skipti í röð þar til nú. Hollenska liðið hafði einu sinni komist í undanúrslit EM, en það var árið 2009 og þótti liðið ekki sigurstranglegt á mótinu. Úrslit mótsins eru ansi óvænt, en ekkert af fimm bestu liðum Evrópu samkvæmt FIFA-listans stóð uppi sem Evrópumeistari. Þýskaland, Frakkland, Svíþjóð, Noregur og England skipa efstu fimm sæti listans, en öll liðin voru slegin út í útsláttarkeppninni. Holland er í 12. sæti listans og kom virkilega á óvart.

Sjá greinina í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

LEIKIR Í DAG - 27. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 27. APRÍL

Útsláttarkeppnin