Spurði hvort það væri ekki örugglega kveikt á mér

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, Brynjar Atli Ómarsson og Dagný Brynjarsdóttir fara …
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, Brynjar Atli Ómarsson og Dagný Brynjarsdóttir fara yfir málin í leikslok. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við áttum skilið að fara upp úr riðlinum,“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, í samtali við mbl.is eftir 1:1-jafntefli liðsins gegn Frakklandi í lokaleik sínum í D-riðli Evrópumótsins á New York-vellinum í Rotherham í gær.

„Eftir á að hyggja þá er ótrúlega svekkjandi að hafa ekki klárað fyrstu tvo leikina en ég held að við getum verið stoltar af sjálfum okkur eftir frammistöðuna gegn Frakklandi.

Það bjóst enginn við því að við myndum vinna Frakkland en við hefðum hæglega getað unnið bæði Belgíu og Ítalíu. Við vorum að spila við stórar þjóðir og framtíðin er svo sannarlega björt hjá liðinu,“ sagði Karólína.

Leikmenn íslenska liðsins þakka fyrir sig í leikslok.
Leikmenn íslenska liðsins þakka fyrir sig í leikslok. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ótrúlega þakklát fyrir stuðninginn

Stuðningsmenn íslenska liðsins voru magnaðir á mótinu og studdu íslenska liðið allt til enda.

„Það eru ákveðin kynslóðaskipti í gangi og vonandi höldumst við allar meiðslalausar og getum gert Ísland stolt. Ég er svo ótrúlega þakklát fyrir stuðninginn sem við höfum fengið og nánast orðlaus yfir þessum stuðningi sem við erum búnar að fá.“

Það var 36° stiga hiti þegar flautað var til leiks í Rotherham í gær.

„Það var ógeðslegt að spila í þessum hita og mér leið mjög illa í hálfleik. Steini spurðu hvort það væri ekki örugglega kveikt á mér. Þetta var svo aðeins skárra þegar leið á leikinn,“ sagði Karólína Lea í samtali við mbl.is.

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir fagnar marki sínu gegn Ítalíu.
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir fagnar marki sínu gegn Ítalíu. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is

LEIKIR Í DAG - 27. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 27. APRÍL

Útsláttarkeppnin