Meistararnir í úrslit eftir sigur á Dönum

Adrian Figueras og Rasmus Lauge í takast á í kvöld.
Adrian Figueras og Rasmus Lauge í takast á í kvöld. AFP

Ríkjandi Evrópumeistarar Spánverja eru komnir í úrslit á EM karla í handbolta eftir 29:25-sigur á Danmörku í Búdapest í kvöld. Spánn, sem hefur unnið tvö síðustu Evrópumót, mætir annaðhvort Svíþjóð eða Frakklandi í úrslitum.

Danir byrjuðu betur og voru með frumkvæðið framan af en staðan eftir 18 mínútur var 8:4 og þegar skammt var eftir af fyrri hálfleik voru Danir þremur mörkum yfir, 14:11. Spánverjar skoruðu tvö síðustu mörkin og munaði því aðeins einu marki í seinni hálfleik, 14:13.

Spánverjar byrjuðu betur í seinni hálfleik og náðu 18:16 forskoti í upphafi. Danir minnkuðu muninn í eitt mark, 20:19, en þá skoruðu Spánverjar næstu tvö mörk og náðu þriggja marka forskoti. Dönum tókst ekki að jafna eftir það.

Aleix Gómez átti stórleik fyrir spænska liðið og skoraði ellefu mörk. Joan Canellas gerði sjö. Mikkel Hansen skoraði átta mörk fyrir Danmörk og Magnus Landin fjögur.

mbl.is