Wenger vill fá þrjá leikmenn

Arsene Wenger.
Arsene Wenger. Reuters

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segir að liðið geti blandað sér í baráttuna um enska meistaratitilinn ef því tekst að fá til sín leikmenn áður en félagaskiptaglugganum verður lokað um mánaðamótin.

Eftir að Arsenal missti þá Cesc Fabregas og Samir Nasri vill Wenger frá þrjá leikmenn til félagsins.

„Ég er óþreyjufullur því ég vil fá leikmenn og ég er að reyna allt sem ég get til að það geti orðið að veruleika áður en félagaskiptaglugganum verður lokað,“ segir Wenger sem í dag fékk þau skilaboð frá Bolton að félagið hefði hafnað tilboði frá Arsenal í miðvörðinn Gary Cahill.

mbl.is

Bloggað um fréttina