Eiður Smári og Hasselbaink saman á ný

Eiður Smári Guðjohnsen og Jimmy Floyd Hasselbaink á góðri stundu ...
Eiður Smári Guðjohnsen og Jimmy Floyd Hasselbaink á góðri stundu í leik með Chelsea. AFP

Eiður Smári Guðjohnsen og Jimmy Floyd Hasselbaink mynduðu saman eitraða framlínu hjá Chelsea á árum áður, en þeir verða nú sameinaðir á ný um helgina.

Þeir félagar verða nefnilega sérfræðingar hjá Chelsea TV, sjónvarpsstöð félagsins, fyrir undanúrslitaleik Chelsea og Tottenham í enska FA-bikarnum á laugardag.

Þegar þeir spiluðu saman tímabilið 2001-2002 og skoruðu samtals 37 mörk fengu þeir viðurnefnið „eldur og ís“ um samvinnu sína.

mbl.is