Efstu liðin mæta þeim neðstu

Manchester City og Manchester United verða bæði á ferðinni í ...
Manchester City og Manchester United verða bæði á ferðinni í kvöld. AFP

Fimm af sjö efstu liðum ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu mæta í kvöld fimm af átta neðstu liðum deildarinnar en þá lýkur 17. umferðinni sem hófst í gærkvöld.

Topplið Manchester City sækir heim botnliðið Swansea og Manchester United fær Bournemouth í heimsókn, þannig að líklegt er að ellefu stiga bilið á milli Manchesterliðanna á toppnum haldist óbreytt.

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton sækja Newcastle heim og freista þess þar að fara taplausir úr fjórða leiknum í röð.

Leikir kvöldsins eru þessir:

Kl. 19.45:
Newcastle - Everton
Southampton - Leicester
Swansea - Manchester City
Kl. 20.00:
Liverpool - WBA
Manchester United - Bournemouth
Tottenham - Brighton
West Ham - Arsenal

mbl.is