Eiður: Orðnir hræddir við að fagna (myndskeið)

Margrét Lára Viðarsdóttir og Eiður Smári Guðjohnsen voru gestir Tómasar Þórs Þórðarsonar í Vellinum á Símanum sport í gærkvöld. Ræddu þau m.a. leik Liverpool og Wolves í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. 

Myndbandsdómgæsla var áberandi í leiknum og var mark dæmt af Wolves vegna rangstöðu, sem var vægast sagt afar tæp. Eiður og Margrét voru ekki sérstaklega sátt við dóminn, eða myndbandsdómgæslu á Englandi yfirhöfuð þegar kemur að rangstöðu. 

„Menn verða orðnir hræddir við að fagna,“ sagði Eiður m.a. um myndbandsdómgæsluna. Innslagið skemmtilega má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. 

mbl.is