Stöðvar enginn Liverpool

Roberto Firmino skoraði sigurmarkið í gær.
Roberto Firmino skoraði sigurmarkið í gær. AFP

„Þeir eru með ótrúlegt lið sem er frábær skemmtun að horfa á. Liverpool er að gera allt sem meistaralið eiga að gera og ég sé engan stöðva þá,“ sagði sparkspekingurinn Gary Neville á Sky Sports eftir að Liverpool vann Tottenham 1:0 í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Liverpool er búið að vinna 20 af 21 leik sínum í deildinni og er með 16 stiga forystu á toppnum en félagið eltist við að vinna sinn fyrsta deildarmeistaratitil í 30 ár. Roberto Firmino skoraði sigurmarkið í Lundúnum í gær og er Liverpool nú ósigrað í 38 deildarleikjum í röð.

Neville segir að ekki verði sett haft á forystu Liverpool upp úr þessu. „Öll þessi met og að vera ósigraðir þetta lengi skiptir þá engu máli. Það eina sem skiptir máli er að lyfta bikarnum í lokin og ég held að forystan sem Liverpool hefur núna sé óvinnandi. Klopp myndi aldrei segja það, en þannig er það.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert