Liverpool slapp með skrekkinn (myndskeið)

Li­verpool er á ný komið með 22 stiga for­skot í ensku úr­vals­deild­inni í knatt­spyrnu eft­ir sig­ur á West Ham, 3:2, í bráðfjör­ug­um leik á An­field í kvöld þar sem Lund­únaliðið komst óvænt yfir í síðari hálfleikn­um.

Liverpool skoraði hins vegar tvö síðustu mörkin og tryggði sér stigin þrjú leiðinni. Liverpool skrapp með skrekkinn en annað markið kom á silfurfati eftir hræðileg mistök hjá Lukasz Fabianski í marki West Ham. 

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

mbl.is