Aston Villa lækkar laun um 25%

Jack Grealish hefur verið einn öflugasti leikmaður Aston Villa á …
Jack Grealish hefur verið einn öflugasti leikmaður Aston Villa á leiktíðinni. AFP

Enska úrvalsdeildarfélagið Aston Villa gaf það út í dag að leikmannahópur aðalliðs félagsins auk æðstu stjórnenda þess hefði tekið á sig 25% launalækkun næstu fjóra mánuðina vegna kórónuveirunnar. Ákvörðunin verður endurskoðuð að þeim tíma liðnum.

Félagið mun aftur á móti halda áfram að greiða laun til þeirra sem starfa hjá félaginu en ekki við störf sem tengjast fótbolta beint.

Kórónuveiran hefur sett stórt strik í reikning íþróttafélaga og þar eru ensku úrvalsdeildarfélögin engin undantekning.

Þá hyggst félagið ekki nýta sér úrræði breskra stjórnvalda um endurgreiðslu á hluta þeirra launa sem félagið greiðir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert