Leeds nálgast úrvalsdeildina

Jack Harrison skorar fyrir Leeds gegn Fulham í síðasta mánuði.
Jack Harrison skorar fyrir Leeds gegn Fulham í síðasta mánuði. Ljósmynd/Leeds United

Knattspyrnufélagið Leeds United er hársbreidd frá sæti í ensku úrvalsdeildinni eftir dramatískan 1:0-sigur á Swansea í B-deildinni í dag. Leeds er á toppi deildarinnar með 84 stig, sex stigum frá Brentford í þriðja sæti þegar þrjár umferðir eru eftir.

Pablo Hernández skoraði sigurmark Leeds í blálokin eða á 89. mínútu og virðist nú fátt geta stöðvað gamla stórveldið í að binda enda á sextán ára eyðimerkurgöngu félagsins eða síðan það féll úr efstu deild árið 2004.

Swansea missti aftur á móti af tækifærinu til að komast í umspilssæti en liðið er í 7. sæti, stigi á eftir Cardiff. West Brom er í öðru sæti deildarinnar með 81 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert