Úlfarnir að fá leikmann Barcelona

Nelson Semedo til hægri.
Nelson Semedo til hægri. AFP

Portúgalski knattspyrnumaðurinn Nelson Semedo er nálægt því að ganga til liðs við Woves og spila í ensku úrvalsdeildinni en hann hefur verið á mála hjá spænska stórliðinu Barcelona síðan 2017.

Semedo er 26 ára gam­all bakvörður og spilaði hann 32 af 38 leikjum Barcelona í efstu deildinni á Spáni á síðustu leiktíð. Samkvæmt heimildum Sky Sports hafa forráðamenn Wolves og Barcelona komist að samkomulagi um félagsskiptin en Úlfarnir eiga enn eftir að semja við varnarmanninn sjálfan um kaup og kjör.

Matt Doherty yfirgaf Wolves í sumar og gekk til liðs við Tottenham og því vantar liðið nýjan hægri bakvörð.

mbl.is