Welbeck samdi við Brighton

Danny Welbeck leikur með Brighton í ensku úrvalsdeildinni á komandi …
Danny Welbeck leikur með Brighton í ensku úrvalsdeildinni á komandi keppnistímabili. Ljósmynd/Brighton

Enski knattspyrnumaðurinn Danny Welbeck hefur skrifað undir eins árs samning við úrvalsdeildarlið Brighton en þetta kemur fram á samfélagsmiðlum félagsins í dag.

Welbeck, sem er 29 ára gamall, kemur til félagsins á frjálsri sölu en hann lék með Watford í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.

Welbeck er uppalinn hjá Manchester United þar sem hann lék í sex ár áður en hann gekk til liðs við Arsenal.

Þar lék hann í fimm ár en það hefur lítið farið fyrir leikmanninum undanfarin ár vegna meiðsla.

Framherjinn á að baki 42 landsleiki fyrir England þar sem hann hefur skorað 16 mörk.

mbl.is