Gylfi settur á bekkinn

Gylfi Þór Sigurðsson byrjar á bekknum í dag.
Gylfi Þór Sigurðsson byrjar á bekknum í dag. AFP

Gylfi Þór Sigurðsson byrjar á varamannabekknum hjá Everton sem mætir Liverpool á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 

Gylfi hefur verið í byrjunarliðinu í síðustu þremur leikjum og þar af síðustu tveimur í ensku úrvalsdeildinni. Liðið hefur hins vegar tapað fyrir Fulham og Manchester City í tveimur síðustu leikjum. 

Leikurinn er í beinni útsendingu á Símanum sport og þá verður hann í beinni textalýsingu á mbl.is. 

https://www.mbl.is/sport/enski/2021/02/20/liverpool_everton_kl_17_30_bein_lysing/

mbl.is