Bruno klúðraði víti í lokin í tapi (myndskeið)

Portúgalski miðjumaðurinn Bruno Fernandes var skúrkurinn hjá Manchester United í 0:1-tapi á heimavelli gegn Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 

Kortney Hause skoraði sigurmark einni mínútu fyrir leikslok, örskömmu síðar fékk hann dæmt á sig víti. Fernandes fór á punktinn en skaut hátt yfir. 

Svipmyndir úr leiknum má sjá hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

 

mbl.is