Mörkin: Kominn með 15 í deildinni

Ivan Toney heldur áfram að skora mörk fyrir Brentford og hann er þriðji markahæstur í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eftir að hafa skorað í kvöld sitt 15 mark á tímabilinu.

Aðeins Erling Haaland og Harry Kane hafa skorað fleiri mörk en Toney. Brentford vann botnlið Southampton 2:0 á útivelli og hefur aðeins tapað fimm sinnum í 26 leikjum á tímabilinu.

Mörkin má sjá í meðfylgjandi myndskeiði en leikurinn var sýndur beint á Símanum Sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert