Dómarar í skammarkrókinn

Darren England hefur verið skipt út sem og Dan Cook …
Darren England hefur verið skipt út sem og Dan Cook eftir að þeir gerðu tímamótamistök sem myndbandsdómarar í leik Tottenham og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í gær. AFP/Paul Ellis

Darren England, myndbandsdómari í leik Tottenham og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í gær. Hefur verið skipt út sem fjórða dómara í leik Nottingham Forest og Brentford sem fram fer í dag.

England gerði ótrúleg mistök sem urðu til þess að fullkomlega löglegt mark Luiz Diaz fékk ekki að standa. England taldi að hann væri að staðfesta að Simon Hooper og dómaratríóið hafi dæmt markið gilt en Hooper hafði einmitt dæmt markið af vegna rangstöðu.

Tímamótamistök

England staðfesti að um réttan dóm væri að ræða því hann af einhverjum sökum sagðist hafa haldið að Hooper hafi ætlað að láta markið standa. Alveg hreint ótrúlegt.

Dan Cook sem aðstoðaði England við myndbandsdómgæsluna hefur einnig verið skipt út en hann átti að vera aðstoðardómari í leik Fulham og Chelsea á mánudag.

Howard Webb, yfirmaður dómaramála, hefur rætt við forsvarsmenn Liverpool vegna mistaka England og Cook.

Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, sagði að lið sitt hafi tapað leiknum á eins ósanngjarnan hátt og mögulegt væri, á brjáluðum ákvörðunum.

Þá sagði Klopp að yfirlýsing frá dómarasambandinu hjálpi ekki neitt og sagði yfirlýsingu sambandsins ekki hjálpa Wolves neitt heldur og vísaði þar til mistaka sem urðu til þess að liðið fékk ekki vítaspyrnu gegn Manchester United fyrr á leiktíðinni.

Alan Shearer, sparkspekingur og fyrrum stormsenter, kallaði ákvörðunina í gær tímamótamistök sem varpi efasemdarskugga á myndbandsdómgæslu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert