Eiður Smári: Tilfinningin að hann vilji ekki spila fyrir ten Hag

Eiður Smári Guðjohnsen og Margrét Lára Viðarsdóttir voru gestir Tóm­as­ar Þórs Þórðar­son­ar í Vell­in­um á Sím­an­um Sport, þar sem rætt er um ensku úr­vals­deild­ina í fót­bolta.

Rætt var um Marcus Rashford og frammistöðu hans í leik Manchester United gegn Newcastle, sem United tapaði, 1:0.

„Þú getur alltaf lagt þig fram fyrir liðið og treyjuna,“ sagði Eiður Smári.

„Tilfinningin mín er sú að hann vilji ekki spila fyrir ten Hag,“ sagði Eiður Smári meðal annars.

Innslag úr þætt­in­um má sjá í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan, en mbl.is fær­ir ykk­ur efni úr enska bolt­an­um í sam­vinnu við Sím­ann Sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert