Óvænt nöfn á lista yfir bestu leikmenn mánaðarins (myndskeið)

Enska úrvalsdeildin í knattspyrnu hefur tilnefnt sex leikmenn sem koma til greina sem besti leikmaður nóvembermánaðar.

Þetta eru þeir Jérémy Doku hjá Manchester City, Anthony Gordon hjá Newcastle United, markvörðurinn Thomas Kaminski hjá nýliðum Luton Town, Harry Maguire hjá Manchester United, Raheem Sterling og Marcus Tavernier hjá Bournemouth.

Brot af því besta hjá leikmönnunum sex í mánuðinum má sjá í spilaranum hér að ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samstarfi við Símann Sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert