Sjaldgæf mörk eftir skot fyrir aftan miðju (myndskeið)

Það gerist ekki oft að mörk eru skoruð með skotum fyrir aftan miðju en þá sjaldan sem það gerist telst það fréttnæmt, sérstaklega þegar markmenn skora með skotum úr eigin vítateig.

Enska úrvalsdeildin hefur tekið saman bestu mörkin sem skoruð hafa verið fyrir aftan miðju í gegnum tíðina þar sem þekkt nöfn á við Wayne Rooney og Xabi Alonso láta ljós sitt skína en einnig markverðirnir Asmir Begovic, Paul Robinson og Tim Howard.

Nokkur lygileg mörk sem voru skoruð með skotum fyrir aftan miðju má sjá í spilaranum hér að ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samtarfi við Símann Sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert