Átján ára hetja Brighton (myndskeið)

Jack Hinshelwood reyndist hetja Brighton & Hove Albion þegar hann skoraði sigurmarkið í 2:1-sigri á Brentford í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Bryan Mbeumo kom Brentford yfir með marki úr vítaspyrnu áður en Pascal Gross jafnaði metin með laglegu skoti af vítateigslínunni.

Hinn 18 ára gamli Hinshelwood skoraði svo sigurmarkið með góðum skalla, og var um hans fyrsta mark fyrir Brighton að ræða.

Mörkin þrjú má sjá í spilaranum hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert