Beraði bossann áður en hann lagði upp mark (myndskeið)

Nokkuð skondið atvik átti sér stað skömmu áður en Trent Alexander-Arnold lagði upp mark fyrir Virgil van Dijk í leik Liverpool gegn Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Alexander-Arnold bjó sig þá undir að taka hornspyrnu frá hægri en ekki áður en hann hafði dregið stuttbuxurnar ansi neðarlega, svo neðarlega að glitti í afturendann á bakverðinum sparkvissa.

Markið og aðragandann að því má sjá í spilaranum hér að ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samstarfi við Símann Sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert