McTominay sá um Chelsea (myndskeið)

Skoski miðjumaðurinn Scott McTominay skoraði bæði mörk Manchester United þegar liðið hafði betur gegn Chelsea, 2:1, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Hann braut ísinn með góðu skoti úr vítateignum í fyrri hálfleik áður en Cole Palmer jafnaði metin fyrir Chelsea.

McTominay skoraði svo sigurmarkið með föstum skalla eftir laglega fyrirgjöf Alejandro Garnacho.

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert