Snyrtileg afgreiðsla Ungverjans (myndskeið)

Ungverski miðjumaðurinn Dominik Szoboszlai rak smiðshöggið þegar hann skoraði annað mark Liverpool í 2:0-sigri á Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Virgil van Dijk hafði komið Liverpool yfir með skoti á lofti eftir hornspyrnu Trents Alexander-Arnolds frá hægri.

Szoboszlai skoraði svo á fjórðu mínútu uppbótartíma með huggulegri afgreiðslu eftir góðan undirbúning Darwins Núnez.

Mörkin tvö má sjá í spilaranum hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert