Englendingarnir sáu um Tottenham (myndskeið)

Englendingarnir Jarrod Bowen og James Ward-Prowse voru á skotskónum fyrir West Ham United þegar liðið vann endurkomusigur á Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Cristian Romero hafði komið Tottenham yfir snemma leiks með laglegu skallamarki.

Í síðari hálfleik jafnaði Bowen hins vegar metin áður en Ward-Prowse tryggði Hömrunum sterkan sigur.

Mörkin þrjú má sjá í spilaranum hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert