Fjör í Bítlaborginni (myndskeið)

Everton skoraði þrisvar undir lok leiks í 3:0-sigri á Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Goodison Park í Liverpool í kvöld.

Fyrsta markið kom ekki fyrr en á 79. mínútu, það skoraði Dwight McNeil eftir mistök Kierans Trippiers, og eftir það opnuðust flóðgáttir.

Áður en yfir lauk voru Abdoulaye Doucouré og Beto búnir að bæta við mörkum fyrir þá bláklæddu.

Mörkin þrjú má sjá í spilaranum hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert