Bylmingsskot og hörkuskalli (myndskeið)

Mörkin tvö í leik Everton og Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld voru skoruð af miklum krafti.

Jordan Ayew kom Palace yfir með bylmingsskoti sem Jordan Pickford réð ekkert við en Amadou Onana reis hærra en Sam Johnstone markvörður Palace eftir hornspyrnu og skoraði með hörkuskalla, þannig að liðin máttu sættast á sitt stigið hvort.

Onana hefur þar með skorað öll þrjú úrvalsdeildarmörk sín fyrir Everton með skalla eftir hornspyrnu.

Mörkin má sjá í myndskeiðinu en mbl.is birtir mörk og tilþrif úr ensku úrvalsdeildinni í samvinnu við Símann Sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert