Núnez eða Ödegaard? (myndskeið)

Darwin Núnez, sóknarmaður Liverpool, og Martin Ödegaard, fyrirliði Arsenal, voru á meðal þeirra sem skoruðu glæsileg mörk í 25. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu sem lauk í gær.

Núnez kom Liverpool í forystu í 4:1-sigri á Brentford á laugardag með snyrtilegri vippu og Ödegaard kom Arsenal á bragðið í 5:0-sigri á Burnley með frábæru skoti fyrir utan vítateig, einnig á laugardag.

Nóg var um glæsileg mörk í 25. umferðinni og erfitt að velja það fallegasta.

Samansafn af fallegustu mörkum umferðarinnar má sjá í spilaranum hér að ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samstarfi við Símann Sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert